Unaðslegar Píkustaðreyndir

Píkur!


Þekking okkar á píkum og aðgengi að upplýsingum hefur breyst mikið á síðustu árum... en af hverju eru píkur ennþá einhver mystería?


Typpi verið rannsökuð í mun meiri mæli, í mun lengri tíma heldur en píkur, og svo er ekki svo langt síðan konur og annað fólk með píkur fór að taka sitt pláss í umræðunni um kynlíf, kynlöngun og kynhegðun.


Blessunarlega hafa sumir hlutir breyst hratt. Við þurfum til dæmis ekki einu sinni að leita lengra aftur en á þessa öld til að finna vinsældir brandara um það hversu erfitt sé að finna snípinn. Við getum núna flest bent á hann á mynd, fundið hann á okkur sjálfum eða maka/leikfélaga... en hvað svo?


Enn er svo ótalmargt um píkuna sem telst ekki sem almenn þekking.


Með það í huga langaði okkur að taka saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um píkur sem okkur finnst að ættu að vera á allra vitorði!



1. Snípurinn er stærri en mörg typpi!
Það var ekki fyrr en 2009 sem hópur franskra rannsakenda sá til þess að heimurinn vissi í eitt skipti fyrir öll hversu stór snípurinn er... og hvernig hann er í laginu!
Það er aðeins næmasti parturinn (með meira en 10.000 taugaenda... typpi eru til samanburðar með ca. 4.000) sem er sýnilegur. Restin af þessu magnaða líffæri liggur innvortis, og teygir sig útfyrir barmasvæðið og aftar en leggangaopið. Heildarlengd er í kring um 10cm, sem er ekki svo langt frá meðallengd typpis í reisn!
Þetta er ein helsta ástæða þess að allt kynfærasvæðið er svo næmt og að hægt er að örva píku vel og auðveldlega án þess að snerta barmana eða höfuð snípsins.


2. Leggöngin lengjast þegar við verðum æst!
Lengd/dýpt legganga er jafn margvísleg og annað í líkanum okkar, en almennt eru þau á bilinu 5-9cm löng. Þar til við verðum gröð það er að segja, en þá ýtir líkaminn leghálsinum og leginu upp á við, til að teygja úr leggöngunum sjálfum og dýpka þau. Þá geta leggöngin allt að þrefaldast, þó meðallengd sé þá á bilinu 10-16cm.


3. Píkulykt er eðlileg!
Heilbrigðar píkur hreinsa sig sjálfar og viðhalda eigin sýrustigi. Það er flókin og mögnuð bakteríuflóra sem sinnir þessu hlutverki, sem á að eiga heima í leggöngum, þannig að ef það er engin lykt af píku þá er frekar hætta á að eitthvað sé í ójafnvægi. Óvenjusterk lykt eða breytingar á lykt geta þó alltaf bent til sýkinga eða annara leiðinda og þá er alltaf mikilvægt að fara í skoðun.


4. Píkan er ekki bara leggöng!
Umræðan um g-blettinn í gegnum tíðina hefur einkennst af því að sanna eða afsanna tilvist hans. Hann er staðsettur inni í leggöngunum, nokkra cm. fyrir ofan leggangaop, á framanverðum leggöngunum. Örvun á g-blett getur verið mögnuð fyrir margar píkur, EN það er engin trygging á leggangafullnægingu. Eins og með allt annað þá fer þetta eftir fólki og píkum. Pressan að ná fullnægingu með eingöngu leggangaörvun virðist seint ætla að minnka, þrátt fyrir að við séum löngu búin að komast að því að aðeins 1 af hverjum 5 manneskjum með leggöng getur fengið fullnægingu með því móti. Flestar píkur þurfa og vilja örvun á sníp.


5. Leggöng eru með A-Blett!
Efst í leggöngunum leynist svæði sem hefur fengið heitið a-blettur frá fræðiheitinu "anterior fornix". Örvun á þessu svæði getur verið stórkostleg fyrir margar píkur. Staðsetningin er í framanverðum leggöngunum, rétt áður en komið er að leghálsinum, að meðaltali ca. 5cm fyrir ofan g-blettinn, en sömu megin.
Þetta svæði er talið ástæða þess að sum eiga auðveldara með að fá leggangaörvun þegar leikfang eða typpi fer djúpt.


Í lokin má þess geta að fullnæging frá píku er að meðaltali þrefalt lengri en fullnæging frá typpi. Það er því tilvalið að dekra við píkuna eins og við getum til að leysa úr læðingi þennann unaðslega kraft sem hún býr yfir!